Einstakt rými í íslenskri náttúru

 

Staðsetning

Einstakt rými

Aurora Basecamp býður upp á tvær rúmgóðar og glæsilegar kúptjaldbyggingar sem henta fyrir þau sem vilja leigja sal fyrir fjölbreytta viðburði – hvort sem um ræðir veislur, afmæli, brúðkaup, fundi, kynningar eða starfsmannagleði.

Kúlurnar eru staðsettar í hrauninu á leiðinni í Krýsuvík, aðeins um 20 mínútna akstur frá Reykjavík. Þar skapast rólegt og einstakt umhverfi þar sem náttúran er allt um kring og engin truflun frá borgarlífinu.

 

Rýmin

Rýmin rúma allt að 120 gesti og bjóða upp á 80 sætapláss í borð uppstillingu. Innandyra ríkir hlýlegt og notalegt andrúmsloft með arin,  hljóðkerfi fyrir tónlist og ræður og skjávarpa í boði

Stóru gluggarnir gefa fallegt útsýni yfir hraunið og skapa upplifun sem sameinar náttúrulegt og nútímalegt yfirbragð.

 

Svæðið

Viðburðir í Aurora Basecamp njóta einnig aðgangs að útisvæði í einstöku náttúrulegu umhverfi, sem hentar bæði fyrir móttökur og afslappað samverustund við varðeld undir stjörnubjörtum himni.

Aurora Basecamp er einstakur staður fyrir þá sem vilja halda viðburð í sérstöku og fallegu umhverfi – nálægt borginni, en samt fjarri öllu.