Einstakt rými
Aurora Basecamp býður upp á tvær rúmgóðar og glæsilegar kúptjaldbyggingar sem henta fyrir þau sem vilja leigja sal fyrir fjölbreytta viðburði – hvort sem um ræðir veislur, afmæli, brúðkaup, fundi, kynningar eða starfsmannagleði.
Kúlurnar eru staðsettar í hrauninu á leiðinni í Krýsuvík, aðeins um 20 mínútna akstur frá Reykjavík. Þar skapast rólegt og einstakt umhverfi þar sem náttúran er allt um kring og engin truflun frá borgarlífinu.